Grár dagur í dag...........

Nú er bara einn vinnudagur eftir hjá mér og þá fæ ég fyrsta helgarfríið mitt síðan í maí. Í dag var met dagur í siglingum, rúmlega 800 farþegar sem er bara gott. Mér fannst þetta reyndar vera mjög leiðinlegur dagur. Allt var grátt, lónið,himininn já bara allt nema ísinn. Þetta var í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði að sigla þar sem ég sá ekki nokkurt myndefni og tók þar af leiðandi ungva mynd. Kannski er ég bara að falla svona inn í umhverfið. Mér til dundurs á milli þess sem ég sigldi þá notaði ég eyðurnar í að þrífa sand og drullu af bátunum sem ég komst í námunda við. Það mætti nú alvega gera meira af því. Mér í það minnsta finnst lítt gaman að koma að pallinum með haugdrullugan bát, hvort sem það er stefnið, farþegadekkið eða afturskipið.

Við erum að stefna að því að skreppa á Héraðið í helgarfríinu mínu. Það skýrist annað kvöld hvað verður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband