7.7.2008 | 16:08
Útrás.........
Jæja þá eru gestirnir okkar farnir. Steini og Ása ásamt börnum eru farin af stað austur á hérað þar sem þau munu dvelja í sumarbústað í svona viku tíma. Nafni minn er að leggja í hann norður á Sheep River Hook, vonandi sækist heimferðin hjá honum vel. Þessir dagar sem þau dvöldu hjá okkur voru bara mjög góðir.
Eina sem skyggði á var bévítans lygin í veðurfræðingunum. Hér átti að vera sól alla daga en lítt sást til hennar. Reyndar þegar þau komu vestur á Jökulsárlón fengu þau sólskin og blankandi blíðu. Allir fóru ánægðir heim eftir þá ferð. Kann ég þeim Einari Birni og Ernu bestu þakkir fyrir þær móttökur sem gestirnir mínir fengu á Lóninu.
Við Svanný erum nú að pæla í að leggja malbik undir öll fjögur hjólin á gamla Ford og heimsækja Steina og & austur á Hérað um komandi helgi þar sem ég mun eiga helgarfrí frá vinnu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.