Frábær dagur,,,,,,,,,,

Jebbs.......... ég er komin í helgarfrí á verkstæðinu.

Siggi litli og ég brunuðum af stað vestur á lón rétt fyrir átta í morgun, komum við í Seli og pikkuðum upp hana Helgu. Stoppuðum líka á Reynivöllum og þar bættust við í Skodan Emma og Frida.

Veðrið var bara frábært. Fyrsta ferð var hjá Sigga litla rétt rúmlega níu. Það leið ekki á löngu uns ég fékk ferð.

Maddý og Svanný mættu síðan vestur á lón rétt mátulega í þennan fína plokkfisk sem Bogga brasaði.

Ekki leið á löngu uns ég fékk ferð, og stelpurnar komu með. Ég held þær hafi verið í skýjunum. Maddý tók örugglega einar tíu myndir í túrnum.

Siggi sá síðan til þess að Valur frændi minn dró þær í tuðruferð, og ekki sáu þær eftir því.

Ferðalangarnir voru fjölbreyttir sem ég sigldi með í dag. Blind fullir Pólverjar og Indverjar, Hong Kong búar Kanar, Ástralir og bara neim it.

Þegar heim var komið gaf ég Maddý, Svanný, Sólveigu og Veigari steikta stokkönd með bökuðum sveppum fylltum með rjómaosti.

 

Siggi litli á siglinguFyrir framan skálann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband