11.6.2008 | 00:25
Íslenski ruddinn og Maddý frænka.
Íslenski ruddinn, Palli Færeyingur og ég rúlluðum rétt fyrir klukkan átta í morgun af stað vestur að Reynivöllum. Að vanda sóttist okkar ferð vel og óvenju lítið var af hinum illræmdu þjóðvegarollum á vegi hins dízelknúna Skodilack. Pikkuðum upp Röggu á Reynivöllum og drifum oss vestur að lóni.
Útlitið var gott en mikið af smá ís. Hilmar Öræfingur og Íslenski ruddinn höfðu nóg að gera. Traffíkin byrjaði skart og höfðum við nóg að gera í siglingum. Patricia hin Þýsk-Ítalska drap mig ekki. Hún var eini gædinn hjá oss í dag og var í stanslausu hoppi á milli báta.
Fékk þær fréttir að Maddý frænka væri að koma austur með ORA dósinni og það leisd mér vel á.
Þegar upp var staðið höfðum við siglt með 413 farþega og er það mesti fjöldi á einum degi í sumar. Undir kvöld fór ég með ruddanum og Pat í Zodiakferð ásamt Ítölskum hjónum og Þýskum ljósmyndara. Ég hefi eigi tekið eins margar myndir áður eins og gert var í dag.
Frænkið mitt ætlar að vera hjá oss í marga daga...
Set unhvað af þeim inn seinna.
Sest á skólabekk á morgun ásamt mörgum af vinnufélögunum af lóninu.
Athugasemdir
Kannast við frænkið það getur nú orðið sjö á rickter þegar frænkið er í stuði
Helena, 11.6.2008 kl. 00:51
Dú tell Helena dú tell.....
Runólfur Jónatan Hauksson, 11.6.2008 kl. 00:57
Það er bara blessuð blíðan ....
Steingrímur Helgason, 11.6.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.