Tipical dey.......

Já sumir eiga betri daga en aðrir.

Ég fór rétt um klukkan átta og sótti Sigga litla. Sagði við hann að við yrðum bara tveir í bílnum vestur eftir. Hann taldi það ekki rétt því við ættum að kippa henni Helgu um borð vestur á Mýrum. Með það í huga lögðum við af stað. Ekki vorum við komnir nema inn að Þveit þegar síminn hjá Sigga hringdi. Jó,,,,,, þá kom í ljós að Palli varð eftir á Höfn. Ég hafði eigi vinstrigræna glóru um það, og Siggi var búin að gleyma honum. Helga var bit á þessu veseni á okkur. Það væri nú ekki hægt að gleyma Palla. En við náðum í skálann á réttum tíma.

Það var svona allir að vera vondir við Palla dagur hjá okkur í dag. Enda var rigning og rok. Það var rólegt í siglingum. Palli fékk fyrstu ferð. Síðan var hann tekinn yfir á Reynivelli í svona dund. Held hann hafi verið að moka flórinn. Ég fékk ferð númer tvö. Og þegar allir sjö farþegarnir voru komnir um borð þá mætti loks gædinn hún Lilja. Þetta var frekar einföld sigling. Allur ísinn var búin að þjappast upp að suður og vesturlandinu. Ég varð bara að láta duga að sigla með ísröndinni vestur eftir, fór síðan norður á lónið og fann þar jaka sem ég lagði í var við meðan Lilja fór með fróðleiksmola um lónið fyrir farþegana okkar. Rekið var mikið og smá veltingur. Ég held að ekki hafi verið langt í sjóveikina hjá sumum.

Siggi litli fékk þriðju ferðina. Allt gekk þetta vel, en það hefði mátt rigna aðeins minna. Síðustu ferðina fór ég. Sama sagan flestir farþegarnir komnir um borð þegar restin af áhöfninni minni kom til skips.

Við hættum að sigla um klukkan fimm í dag og fengum við að fara heim. Ég verð í fríi á Lóninu á morgun þannig að ég fer bara á netaverkstæðið á morgun. Síðan vinn ég næstu sex daga á Lóninu.

Palli er að fara með björgunarskipinu Ingibjörgu til Færeyja annað kvöld og því verður smá röskun hjá mér, en eftir þessa sex daga þá fer ég á tvo í fríi og vinna fjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að það brælir annarstaðar en á 550 föðmum

Nonni (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband