Mánudagurinn 2-6.

Dagurinn á lóninu byrjaði heldur rólega. Vorum komin vestur eftir rétt fyrir klukkan níu. Vorum að dunda í að mála og snurfusa. Ein zodiak ferð var farin upp úr klukkan ellefu, og voru fjórir farþegar í bátnum. Palli fór fyrstu ferð á Klaka rétt eftir klukka eitt og að öðru leiti var bara ekkert að ske. Ég fékk mína fyrstu ferð rúmlega tvö, og endaði með því að ég náði þremur ferðum. Rólegasti dagur frá því opnað var í vor.

Vonandi verður aðeins líflegra á morgun. Mér skilst að Siggi litli eigi að koma með fjórða hjólabátinn vestur á morgun. Valdi ~Sænski~ er hættur að vera sænskur, nú tekur hann bara Íslenskan rudda í vörina og perrast bara út í eitt.

Ætla að bæta við myndum sem ég tók í dag í annað hvort albúmið frá Jökulsárlóninu.

V-8 Cummins..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Ekki hægt að kvarta yfir lífleysi hér á bæ  fimmti dagurinn frá þeim stóra og en skelfur, held þó að ég skjálfi orðið mest

Helena, 2.6.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband