Baukurinn......

Hulda systir bjallaði í mig í vinnuna í dag. Nú ég svaraði auðvitað símanum. Spurningin sem hún bar upp var hálf einkennileg. ~Hefurðu nokkuð tök á því að koma með Baukinn á móti mér?~ Ha hvaða bauk sagði ég. Nú Baukinn sem pabbi og Halla áttu sagði hún. Þá kveikti gamli maðurinn á perunni. Hún var að tala um húsbílinn. Ég taldi nú allar líkur á því að ég gæti nú skondrast þetta, en spurði hana hvernig ég ætti að komast heim aftur. Nú Halla ætlar að elta þig vestur eftir og fara með þig til baka austur sagði Hulda.

Það er sem sagt nánast búið að selja bílinn. Ferðin vestur á Klaustur sóttist ágætlega þó það væri fjandi hvasst frá Kvískerjum að Freysnesi. Halla og ég vorum komin heim núna rétt fyrir klukkan hálf tíu.

En núna er komin tími fyrir gamla manninn að leggjast aðeins í sófann og glápa upp í loft svona fyrir svefninn.

Baukurinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband