24.5.2008 | 13:50
Bongo blíða á Sandfoksstöðum.
Gamli maðurinn vaknaði fyrir allar aldir í morgun. Það var sól og logn, og nú skyldi haldið á golfvöllinn í svona Texas Scrambel mót. Það var nú ekki mikill fjöldi sem mætti, en við náðum í þrjú holl. Þetta var alveg frábært þó svo að drævin hjá mér væru ekki alveg að ganga upp. Við spiluðum einungis níu holur. Meðspilari minn hann Halli var að gera góða hluti, og spilamennskan hjá okkur var í heild bara fín. Þegar upp var staðið þá lékum við völlinn á einu höggi yfir pari og dugði það okkur til sigurs.
Ætla að smella inn nokkrum myndum sem ég tók í morgun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.