16.5.2008 | 20:05
Ekki svo ýkja geðbilaður!!!
Það er nú svo.
Ég skrapp víst í svona læknisskoðun í fyrradag. Doktorinn skrifaði uppá að ég væri ekki alvarlega klikkaður. Limaburður nokkuð eðlilegur. Heyrnin væri með eindæmum góð fyrir utan það að ég heyri ungva hátíðnitóna. Sjónin væri eins og hjá blindum skallaerni. Hjarta, lungu, lifur og nýru væru eins og best er á kosið. Þannig að ég ætti að fá atvinnuskírteinið mitt endurnýjað á næstu dögum.
Í dag sló ég lokið af þakmálningu frá Hörpu sem var víst með síðasta söludag þann 04-03-1995. Eftir að hafa hrært vel og lengi í fötunni þá kom í ljós þessi eðla fína gula málning. Ég náttúrulega málaði bílskúrsþakið, en á eftir að fara aðra umferð á það. Liturinn skiptir ekki öllu máli því ég ætla að byggja handa okkur sólpall sem á að dekka allt þakið. Nú bíður maður bara eftir að fá í hendurnar teikninguna sem ég verð að leggja fyrir skipulags og byggingarnefnd bæjarins. Spurningin er bara hvort ég nái að byrja að smíða fyrir haustið. Ég þarf nú að mölva gat út á þakið úr borðstofunni, og finna mér laghentan timburmann til að smíða hurð og karm. Ég vil ekki svona ljóta hurð eins og ég sá í Húsasmiðju eða BYKO bæklingi.
En núna er ég að pæla í að kíkja aðeins á golfvöllinn og misþyrma bæði fósturjörðinni og kannski einni og einni golfkúlu.
Athugasemdir
Hæ Ronni og til hamingju með afmælið. Það er jú Þjóðhátíðardagur Norðmanna og þess vegna er svo gott að muna hvenær þú átt afmæli. Eigðu góðan dag kveðjur héðan frá DK Svava
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 08:37
Þakka þér fyrir kveðjuna Svava mín. Já ég er búin að hafa gaman að því vitandi það að Nossararnir skuli alltaf flagga fyrir mér á hverju ári.
Kveðja til ykkar héðan úr Dagsbrún...
Runólfur Jónatan Hauksson, 17.5.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.