Liðhlaup og svik við kjósendur...

Ég er nú svo kynlegur kvistur. Ef unhver er kosinn í bæjarstjórn, eða á þing. Svíkur svo fólkið sem kom viðkomandi í bæjarstjórn eða þingsætið, liggur þá ekki í augum uppi að viðkomandi er ekki lengur með traust fólksins á bak við sig og á þar af leiðandi að finna sér nýtt starf og varamaður að koma í staðinn?

En hvað veit ég? 


mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef aldrei getað skilið þá "hundalógík", sem liggur að baki því að kjörinn fulltrúi eins flokks, geti ákveðið að ganga í annan flokk og það virðist vera að þessi fulltrúi geti bara lagt þann stjórnmálaflokk, sem hann var kjörinn fyrir, niður.  Ekki var þessi aðili kosinn "persónukosningu" heldur sem fulltrúi ákveðins stjórnmálaafls og þegar sá fulltrúi ákveður að ganga í annan flokk, á sá hinn sami að kalla til varamann flokksins.

Jóhann Elíasson, 14.5.2008 kl. 15:46

2 identicon

Þetta vekur upp spurningar um það hvort beri að láta fólk skrifa undir tryggðaryfirlýsingu við flokk sinn áður en það fer í framboð.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Las einhvers staðar eftirfarandi ,,það ætti að banna fullorðnu fólki að eignast börn...." ætti þá ekki að banna stjórnamálamönnum að taka þátt í pólitík?

Páll Jóhannesson, 15.5.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Palli, það sem ág á við er til dæmis. Kristján Möller var kosin á þing fyrir Samfylkinguna. Ef hann nú allt í einu yrði ósáttur við unhvað sem annar Samfó maður segði eða gerði og ryki yfir til Vinstri Grænna eða annars flokks. Er hann þá ekki að svíkja það fólk sem kaus hann á þing fyrir Samfó?

Runólfur Jónatan Hauksson, 15.5.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband