13.5.2008 | 17:28
Sammála..
Ég verð nú bara að vera sammála Magnúsi í þessu máli. Til hvurs að vera að flytja inn flóttafólk og setja niður á staði þar sem jafnvel er ekki atvinna fyrir alla?
Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bý á Skaganum og sé ekki að hér sé mikið atvinnuleysi. Hér hefur m.a. þurft að manna stöður með erlendu vinnuafli af því að það hefur vantað fólk.
Okkur ber skylda til að hjálpa þeim sem eiga erfitt. Við myndum vilja vera boðin velkomin til annarra landa ef landið okkar yrði óbyggilegt af völdum náttúruhamfara.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 19:31
Guðríður, náttúruhamfarir og stríðsbrölt sem fólk skapar sér sjálft er tvennt ólíkt að mínu mati. Ísrael og Palestína hafa eldað grátt silfur lengi og er eingöngu við þá sjálfa að sakast.
Runólfur Jónatan Hauksson, 14.5.2008 kl. 06:17
Þá er nú búið að snúa hlutunum á haus ef að það er að berjast fyrir réttlæti að vinna að því öllum árum að sjá til þess að ríkisfangslausar og langhraktar einstæðar mæður og börnin þeirra komist EKKI í öruggt umhverfi undan hryllingi flóttamannabúðanna...hversu smáir geta menn verið?
Georg P Sveinbjörnsson, 15.5.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.