11.5.2008 | 10:15
Geðheilsan.......
Á þriðjudaginn verð ég að muna eftir að fá mér tíma hjá doktor. Þarf víst að ná mér í vottorð sem sannar að ég sé nálægt því að vera heill á geði. Það getur nú orðið erfitt. En ef það hefst í gegn þá mun ég fara í það að endurnýja skipstjórnarréttindin mín. Ég var nú svo sem búin að ákveða fyrir nokkrum árum að hætta að halda þessum réttindum við. En eins og ég hefi áður komið inná þá er búið að bjóða mér sumarstarf á Jökulsárlóninu. Það felst í því að sigla um lónið innan um ísmolanna á hjólabáti með innlenda og erlenda túrista. Þetta gæti nú bara verið gaman að prófa þetta svona eitt sumar eða svo. Bara einn galli á þessu,,, mér leiðast erlendir túristar.
Athugasemdir
Runólfur! drífðu þig í að endurnýja þessi réttindi og hver veit nema ég komi við í sumar og fái að fljóta með einn túr. Ekki er ég erlendur túristi þótt ég tali með framandi norðlenskum hreim
Páll Jóhannesson, 11.5.2008 kl. 11:02
Sammála Páli, endurnýjaðu og njóttu sumarsins. Erlendir túristar eru ekki slæmir eru að ferðast til að sjá eitthvað nýtt og það verður örugglega ævintýri að keira á milli klakana með þér þarna eystra. Knús til Svönu.
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.5.2008 kl. 11:20
Þú átt eftir að skemmta þér svo í sumar við það að sigla með túristana um lónið í sumar. Og síðan skemmir það ekki að þú átt eftir að taka eins og einn eða tvo kaffibolla þegar ég kem í heimsókn til þín í lónið.
Kv Ottó
Ottó Einarsson, 11.5.2008 kl. 19:51
Hæ Ronni!Einn smá pósitívur moli handa þér. Ef að túristarnir væru ekki þarna þá værir þú ekki að fá þessa fínu vinnu í sumar;)Það er alltaf hægt að finna eitthvað gott á móti . Góða skemmtun í vinnunni og njóttu þeirra forréttinda að fá að vera úti í góða veðrinu á Jökulsárlóninu í sumar. Bestu kveðjur yfir .... Svava
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.