10.5.2008 | 19:23
Lítið bréf til borgarstjóra.....
Jæja þá, ég er að hugsa um að senda honum Ólafi borgarstjóra rafpóst.
Herra borgarstjóri.
Þú mátt alveg reka hann herra Jakob Frímann Magnússon úr starfi strax á þriðjudaginn. Mín vegna máttu gera við hann svona smá starfsloka samning.
Ég er alveg til í að taka að mér starf miðborgarstjóra gegn svona 450 þúsundkróna mánaðarlauna og lítilli íbúð í kjallara á 101 svæðinu. Það má alveg fylgja starfinu lítil vespa með innkaupakörfu. Já og einnig væri gott að þurfa ekki að greiða hundaleyfisgjöld fyrir þá Tígul og Baltó. Ég fer ekki fram á að fá ókeypis nettengingu, get séð um þau mál sjálfur.
Virðingafyllst.
Runólfur Hauksson.
p.s. (Ef þú gengur ekki að þessu tilboði mínu þá hugsar þú lítt um hag Tjöruborgabúa.)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.