9.5.2008 | 19:49
Má ekki bólusetja krónuna?
Svei mér þá, ég er farinn að hallast að því að Geir og Solla eigi nú að pakka saman og flytja norður á Kolbeinsey. Gætu haft með sér Dabba seðlabankastjóra og hina toppanna í seðlabankanum. Ekki get ég séð að þetta lið sé að ráða við sín störf þrátt fyrir sæmilega greiðslur sem eru í þeirra launaumslögum. Um Ólaf borgarstjóra og það batterí nenni ég lítt að tjá mig. Nema kannski að Frímanninn er ekki sá eini sem er með of há laun innan Reykjavíkurbatteríisnin.
Ég hefi stundum velt því fyrir mér hvort ekki eigi að lækka laun þessara ráðamanna og þeirra sem setjast í þægilegu stólanna í sirkusnum við Austurvöll. Gera þetta þannig að það sé fólk sem gefur kost á sér í þessi störf að áhuga en ekki fégræðgi.
En þetta eru bara mínar pælingar, ég hefi eigi vit á þessum málum.
svo legg ég til að unhver hafi nú rænu á að bólusetja krónuna svo hún hætti að veikjast í tíma og ótíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.