Dagur komin að kveldi....

Jæja.

Í dag fór fram útförin hans pabba.

Þetta var falleg athöfn.

Tvöfaldur kvartett sem ber nafnið Stakir Jakar sungu Hótel Jörð og 23. Davíðssálm. Þetta var einstaklega fallega sungið hjá þeim, og kann ég þeim miklar þakkir fyrir.

Boðið var uppá smá svona snarl á Hótelinu eftir athöfn og komu þar saman ættingjar og vinir sem komu víða að. Okkur þótti vænt um að hitta allt þetta fólk.

Og í kvöld þá höfðum við smá svona samverustund á Hafnarbrautinni. Þar komu saman við systkinin ásamt mökum, börnum og barnabörnum.

Við sem eitt sinn vorum krakkarnir í Áshlíð viljum þakka öllum þær kveðjur og hlýhug sem okkur hefur verið sýnt.

 

KistanBlóm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ mikið var gott að koma inná síðuna og fá að sjá myndirnar.Ég sendi nú kveðjur frá okkur í Danmark en var alveg ómöguleg í gær útaf því að komast ekki. Hann var nú alltaf pabbi minn í mínum huga. Systkyni mín voru þarna og þótti mér afar vænt um að vita af þeim þarna. Elskurnar mínar ég er búin að vera með ykkur í huganum svo lengi og ég vona að það hafi verið fallegt veður hjá ykkur í gær. Bestu kveðjur til ykkar allra og gangi ykkur vel í framhaldinu því að þetta er jú langt frá því að vera búið eins og þið vitið.... Ykkar Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Já Svava, ég náði að hitta á Nonna, Rönku og Lalla rétt sem snöggvast. Það var í mörgu að snúast og tíminn of stuttur. Veðrið var nokkuð gott en það var smá svona úði.

Runólfur Jónatan Hauksson, 7.5.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband