Villi Bósa

Í dag á æskuvinur minn afmæli. Kallinn er búsettur á Eskifirði.

Já hann Villi Bósa er orðin hund gamall. Heil 48 ár liðin frá fæðingu hans. Ég prufaði nú að bjalla í kappann í hádeginu, en hann var víst á næturvakt og svaf bara á sínu grænasta.

 

Ætli ég hendi ekki inn stöku sem Eiríkur Hansen Skagfirðingur setti saman og færði mér fyrir nokkrum árum.

 

Það verður þörf á whisky fleig,

við að eldast svona.

Ekki þó í einum teig,

ætla ég að vona.

 

Nú og fyrst ég er byrjaðu á þessu þá læt ég fylgja hér annað eftir Kristján Runólfsson sem einnig er Skagfirðingur og unnum við saman um tíma á Króknum..

 

Vinskap þinn er vert að geyma,

viðmót þitt er ljúft að kenna,

ekki er slíku unnt að gleyma,

aldrei mun í spor þín fenna.

 

Víða að koma vinir kærir,

og vitja þín með gleði sál,

ljúfar stundir lífið nærir,

lyftum bikar! Þína skál.

 

Ég á nú ekki vona á að Villi lesi þetta, en ég óska nú kallinum til lukku með þennan háa aldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Og ef Villi skildi lesa þetta þá færi ég honum einnig afmæliskveðjur.... gamall - engin er eldri en hann vill vera. Pældu í því ég komin yfir 50 og enn á lífi

Páll Jóhannesson, 5.5.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband