2.5.2008 | 18:56
Lónið.....
Já það er víst kominn 2. maí.
Fátt að frétta héðan. Búið að vera fjölmenni hér á bæ og bara hið besta mál.
Baltó litli er búin að vera unhvað veikur síðustu daga, veit ekki hvað er að angra hann. Ég fór með báða hundana upp í Laxárdal í Lóni í dag. Bæði til að láta þá fá hreyfingu, og líka til að vera aðeins einn með sjálfum mér. Þetta var óskaplega notalegt. Hundarnir voru ekkert að trufla mig. Þeir bara fóru út um hvippinn og hvappinn og hlupu nokkra kílómetra. Léku sér við heiðargæsir og lóur. Þeir létu jólahestana alveg í friði. Ég tók nokkrar myndir í þessari ferð.
Okkur er boðið í mat til Jóns og Duggu í kvöld.
Athugasemdir
Sæll Ronni minn, er með hugann hjá ykkur, heyrði í systir í dag. Kemst ekki til ykkar við jarðarförina vegna anna en hugsa til ykkar í staðinn. Bestu kveðjur. ISK
Inga (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 21:27
yndislegt að halda út í náttúruna og leyfa hundunum að hlaupa og í leiðinni finna frelsið innra með sér til þess að hugsa og blása út - maður getur jafnvel gargað og grárið ef með þarf. Það er ekki skrítið að hundurinn sé talin besti vinur mannanna....minn hlustar á allt og sýnir mér skilning á öllu og er mér alltaf jafn tryggur.....segi alltaf það er mannbætandi að eiga hund - þrátt fyrir veikindi eða annað sem kann að hrjá þá - þeir hafa sína sjúkdóma eins og við mennirnir og það er okkar að hugsa um að þeim líði sem best.
Knús til ykkar Svönu.
Hulda Margrét Traustadóttir, 4.5.2008 kl. 13:38
hm...grátið......
Hulda Margrét Traustadóttir, 4.5.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.