jamm, svo er nú það.

Í gærdag var kistulagning. Litlu dýrin mín komu að norðan eftir langt og strangt ferðalag. Voru búin að sitja föst á Þverárfjallinu í rúmar 40 mínútur. Já hann nafni minn dúmmaði bílnum sínum á kaf í snjóskafl sem var staddur á miðjum þjóðveginum. En jú þau rétt náðu að komast í tæka tíð fyrir athöfnina. Vissulega var þetta erfið stund, maður taldi sig vera reiðubúin fyrir þetta. En svo var ekki. Sólveig mín stóð sig með prýði og reyndar allir, Brimdís Klara brotnaði reyndar saman og grét mikið.

Það er nú gaman að hafa öll börnin hér á staðnum, þó tilefnið hefði nú mátt vara annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hlýhugkveðjur að norðan.

Palli og Gréta

Páll Jóhannesson, 1.5.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Helena

Kæri vinur ég var sjálf í kistulagningu um daginn hjá kærum vini ,það tók á en hvílikur kærleikur sem fylgdi þessari fallegu stund  .

kveðja til þín og þinna.

Helena, 2.5.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband