Upprifjun.

í brúnni Langar að setja þessa mynd hér inn. Hér er ~langi~ kallinn að búa sig í að leggja reknet. Hér var pabbi í sínu rétta umhverfi. Aðeins að líta á kompásinn til að athuga stefnuna. Gæti trúað að myndin sé tekin 1976.

Myndin er fengin úr bókinni Fiskisagan Flýgur, og biðst ég afsökunar á að stela henni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

þér verður fyrirgefið að stela "myndinni" Svona hetjur eiga skilið að vera minnst.Þeir unnu við ótrúleg skilyrði og kvörtuðu aldrei. Faðir minn verður 90. ára í ágúst ef guð lofar. Hann er firrverandi sjómaður og vitavörður út við ysta haf og það verður ekki auðvelt að sjá á eftir honum þegar kallið kemur! En þær eru margar sögurnar af þessum  sómamönnum og þeim verðum við að halda á lofti til minningar um allt það góða og óeigingjarna starf sem þeir hafa unnið þjóð sinni !

Knús til ykkar.

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.4.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Helena

Þú og þínir eiga alla mína samúð,ég missti besta vin min til tíu ára þann 26 marz sl.og er búin að vera ansi döpur síðan.

Drottin blessi minningu föður þíns.

Helena, 29.4.2008 kl. 04:11

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Flott mynd af flottum kaptein

Páll Jóhannesson, 29.4.2008 kl. 13:07

4 identicon

Elsku Ronni og Svanhildur mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég ykkur og ykkar fólki.

Kveðja frá Las-Haugas 

Ingibjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Áhöfnin á Jóni Kjartanssyni vottar þér og fjölskyldu þinni dýpstur samúð vegna andláts föður þíns, margir hér um borð muna eftir honum þó sérstaklega Grétar skipstjóri.

Jón Kjartansson SU-111, 30.4.2008 kl. 11:35

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ég samhryggist vegna andláts pabba þíns og skilaðu kveðju til Jóns bróður þíns.

Ég kynntist pabba þínum ágætlega þegar ég var skipstjóri á Sæljoni SU, hann tók mér mjög vel þegar ég kom með netadræsurnar sem ungur og óreyndur maður vestur á netaslóðina út af Hornafirð. Og svo þegar hann fór að koma á síldina austur á firði myndaðist ágætis vinátta með okkur og hringdumst við oft á til að leita frétta. Ég man líka vel eftir atviki í Seyðisfirði þegar hann gaf mér rest úr stóru síldarkasti og á ég meir að segja myndir af því heima. Mér fannst pabbi þinn mjög traustur að leita til og alltaf tilbúinn að segja manni fréttir af góðri veiði í netin, hann var sá sem ég hringdi einna oftast í þegar fréttir vantaði. af netafiskiríi. Kynntist Jóni bróður þínum lítillega þegar hann var á Skógey með karlinum og svo þegar hann var orðinn skipstjóri. Bestu kveðjur til allra á Höfn sem ég þekki en þeir eru margir, Grétar.  

Grétar Rögnvarsson, 30.4.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Ég vill þakka fyrir allar þessar hlýju kveðjur.

Grétar þarna lýsiru honum vel, og gott ef ég á ekki myndir í albúmi frá þssu atviki í Seyðisfirði. 

Runólfur Jónatan Hauksson, 30.4.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Runólfur!

Ég var akkúrat með þessa góðu mynd af Hauki Runólfssyni  í kollinum þegar ég fregnaði andláts hans. Einbeitningin skín úr andliti skipstjórans.

Sendi innilegar samúðarkveðjur til þín og allar fjölskyldu.

Sigurpáll Ingibergsson, 3.5.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband