Smá svona,,,,,,,,

Það er nú það.

 

Ég hafði það gott í vinnunni í dag. Stalst til þess að klára að búa til poka á humartroll og byrja á öðrum. Á meðan stóð Pálmi með vatnsslönguna og sprautaði út í loftið. Já átta tíma þrif hjá karli.

Eftir vinnu skruppum við hjónin í búð og versluðum smá í matinn.

Þá tók við beitning og gekk það svona lala.

Meðan á beitningunni stóð hlustaði ég á Bylgjuna. Bar þar margt á góma eins og svo oft áður. Mótmæli atvinnubílstjóra og harkalegar aðgerðir lögreglu. Ég verð að viðurkenna að ég hefi lítt fylgst með fréttum síðustu daga. En ég sá samt í sjónvarpi lögreglustrákling með unhvursskonar úðabrúsa öskra skelfingu lostinn að mér heyrðist ~GAS GAS GAS~. Þessi drengstauli virkað á mig sem skelfingalostinn krakki sem ekki var að valda sínu starfi.

Mér skyldist líka þarna á Bylgjunni eða Stöð2 að þessi Lára Ómarsdóttir sé mjög ~eggjandi~ og jafnvel hvetjandi kona.

 

Pabbi var fluttur af heimili sínu yfir á hjúkrunarheimilið í morgun.

Ég fór ekkert til hans í dag. Ég veit svo sem ekki hvort ég fer á morgun. Mér líkar lítt að horfa uppá hann þjást svona. Eins og ég sagði við litlu krílin mín norður á Krók það er kannski best að þið munið eftir honum eins og hann var, en ekki eins og hann er núna.

 

Já og mér sýnist að dýrin mín smáu á norðurlandinu hafi fengið frekar stutt sumar ef spár ganga eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband