19.4.2008 | 22:01
Halanegrar og hottintottar,,,,hvað????
Jahá
Svo er nú það. Unhvað fór það fyrir brjóstið á sumum að ég skyldi voga mér að kalla strákana á Krossey og Jónu Eðvalds halanegra og hottintotta. Það verður bara að vera svoleiðis.
Annars er frekar fátt að frétta héðan.
Skrapp aðeins í skúrinn í dag að beita. Fékk nokkra þorska sem ég flakaði í salt. Einnig voru mér færðir nokkrir svartfuglar tilbúnir í matreiðslu. Kann ég Ómari Franz og Hauki syni mínum bestu þakkir. Ég og hún gamla mín fengum oss göngu í blíðviðrinu með hundana okkar og Veigar litla. Kíktum á hafnarsvæðið og skoðuðum bátana. Í bakaleiðinni hittum við á Sigga litla og Önnu Maríu og dvöldum við um stund í garðinum hjá þeim.
Ég kíkti á pabba um kvöldmatarleytið. Ég náði litlu sambandi við hann en svona hann heilsaði mér og leið síðan útaf. Ég sat hjá honum um stund og malað unhvejar tilgangslitlar fréttir. Halla sambýliskona hans er bara hreint út sagt hetja.
Mér bauðst sumarstarf sem ég er að hugsa um að fara í. En það byggist nú talsvert á því að ég fái að vinna á verkstæðinu þá daga sem ég verð í fríi í nýja djobbinu.
Líkast til er ég neyddur til að endurnýja skipstjórnarréttindin mín til að mega sinna þessu sumarstarfi. Það felst í því að sigla hjólabát á Jókulsárlóni á Breiðármerkursandi.
Ef af verður vinn ég fjóra daga á lóninu og tvo í fríi.
Og já ég eignaðist um daginn þetta fína Creative 5.1 hljóðkerfi...
Þetta kemur bara í ljós.........
Athugasemdir
Ég er ekki mikið fyrir siglingar, tvisvar hef ég bjargað mér við illan leik af svona hjólabátum, bæði skiptin var samferðafólk mitt ekki með öllum mjalla og voru að sigla í kaf svo ég lagðist til sunds í bæði skiptin og náði landi við illan leik. Nei, núna man ég að annað skiptið var mér landað, en þetta er dagsatt með hitt skiptið! Við vorum lengst frá landi og það var engu tauti komið við fólkið svo ég lagðist til sunds, á leiðinni fann ég eitthvað mjúkt strjúkast við magann á mér og var viss um að eitthvað slepjulegt sjóskrýmsli væri undir mér en fann svo að ég var stödd á sandrifi, gat hvílt mig smá þar áður en ég hélt áfram. Komst í land og skildi svo við kallinn, einhverjum árum síðar reyndar en þetta var nottla ein af ástæðunum!
Þetta var á Ítalíu og allt vaðandi í flottum sénsum þarna, hefði bara átt að skilja við kallinn strax, þá væri ég kannski búandi á Ítalíu núna, ætti kannski fyrirtæki sjálf, leigði út hjólabáta fyrir túrista ....
Maddý (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:43
Og ég komin til þín í vinnu sem Capitano????
Runólfur Jónatan Hauksson, 19.4.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.