4.4.2008 | 21:43
Því miður......
Því miður er of seint að grípa um bossann þegar búið er að drulla upp á bak. Það verður ungvin titill hjá drengjunum í Arsenal þetta árið. En það þíðir ekki að ég hætti að vera aðdáandi Arsenal, síður en svo.
Þetta lið hjá Wenger spilar allra fallegasta og skemmtilegasta boltann á Engilsaxneskri grund þetta tímabilið. En af unhvurjum ástæðum gleyma þeir bara allt of oft að skora mörk.
Arsene Wenger: Getum vel orðið meistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Slökum aðeins á í yfirlýsingum!
MAn U spilar langfallegasta boltann og skora langmest, þú hefur kannski ekkert gaman af því að sjá mörk?
Þórður Helgi Þórðarson, 4.4.2008 kl. 22:33
jú jú ég hef gaman af að sjá mörk, en MuMu er bara ekki að spila skemmtilegan bolta. Þeir eru ekki að spila eins léttleikandi bolta og fallegan eins og Arsenal...
Runólfur Jónatan Hauksson, 4.4.2008 kl. 22:37
Runólfur! hvað þarf ég að segja þér oft að maður á aldrei að segja aldrei - aldrei! og þetta er ekki búið fyrr enn öllu er lokið. Ég er sammála þér þótt ég sé ekki ,,Nallari" að Arsenal spilar laaaaang fallegasta boltann á Englandi útrætt mál. kv Palli
Páll Jóhannesson, 4.4.2008 kl. 22:45
Þið eruð alla vega með fallegustu varnartaktíkina - í sókn - Bentner að gera góða hluti í nýrri stöðu sem kallast sóknarvarnarmaður.... LOL..
Spurning hvot hann verður ekki seldur til lúserpúl í sumar sem varnarmaður og að hann sé lausnin á varnarvandræðum lúserpúl.
Ólafur Tryggvason, 5.4.2008 kl. 01:07
ja það er þetta með baunan hann Bentner.
Ég var að senda honum Wenger e-mail og láta hann vita að mín vegna megi hann selja Liwerfools hann gegn vægu útsölugjaldi.
Runólfur Jónatan Hauksson, 5.4.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.