4.4.2008 | 21:35
Lífrænt hvað?
Hvernig er með þetta lífræntræktaða sem virðist vera svo mikið í tísku þessa dagana?
Má ekki sleppa þessu innflutta drasli og áburði?
Láta bara skepnurnar út á tún og éta gras sem ekki er mengað af allrahanda áburði?
Þetta var hægt hér áður fyrr, hví ekki núna?
Nú og ef ekki þá bara að flytja inn ódýrt kjöt og grænmeti án tolla.
Kjarnfóðurtollur felldur niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef við fjöldi landsmanna væri sá sami nú og var áður en við fórum að flytja inn og nota tilbúinn áburð þá væri sennilega í lagi að rækta bara lífrænt ,en því miður okkur hefur víst fjölgað og þurfum því meiri uppskeru en lífrænt getur keppt við.
Guðmundur, 4.4.2008 kl. 23:27
Úr hverju er annars þessi innflutti áburður? Steinefnum? Ef svo, ekkert vandamál. Fólk borðar kál og annað slíkt sem lifir góðu lífi á steinefnum. Því skildum við ekki geta snætt skepnur sem lifa á káli sem er alið á steinefnum?
Ásgrímur Hartmannsson, 4.4.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.