4.4.2008 | 20:54
Wöfflur með súru slátri og sultu!!!!!
Nú endurheimti maður frúnna í gærkvöld. Það er nú bara frábært.
Dagurinn í dag var ótrúlega fínn. Við öldungarnir á verkstæðinu mættum náttúrulega vel fyrir klukkan sjö í morgun. Ótrúlegt en satt Pálma og Grétari lenti ekkert saman yfir morgunkaffinu. Ég held að það eina sem þeir séu sammála um sé að vera ósammála. Jú og Nökkvi og Kolur mættu líka tímanlega þó hvorugur gæfu sér tíma í alvöru kaffispjall.
Þóra frænka, Jóhanna og Bjössi langi mættu svo rétt fyrir átta. ~Karlarnir~ fimm sem eru á Pólsku laununum tíndust inn einn og einn. (Ekki má ég tala um að þessir ágætis drengir séu að vinna Framsóknarflokknum hollustu, né að þeir séu í þegnskylduvinnu.)
Við öldungarnir hinir spengilegu gráhærðu gamlingjar voru í æðri deildinni. Kláruðum að græja til humartrollið fyrir Sigurð Ólafsson SF 44. Á meðan voru stelpurnar að láta þrælana okkar vinna í síldarnótinni af Jónu Eðvalds.
Eftir hádegisverðarhlé dró heldur úr mætingu. Okkur grunaði að æðsti strumpur í þrælahópnum hafi farið að dreifa rauðum fjöðrum. ~Snorri hin ljóshærði~ hamingjusamur Ford Volvo eigandi hvarf rétt fyrir hálf tvö,,,,,eigi sást hann aftur. Stebbus gleymdi bara alveg að hann er svona wannabí Pólskur þræll og mætti ekki neitt. Dannerinn var örugglega vestur á 10 mílna snaganum að draga þorskanet, svo hann fær ekki skróp í kladdann. Björn Júnæted ákvað að skora á Pálma í svona afturbrennara skotkeppni........ Hún fór eins og hún fór... Júnæted náunginn sendi frá sér heljarins drunu. Frekar fannst okkur sem á hlýddu hljóðið vera svona úrkomulegt.
Enda gufaði Björn Júnæted upp skömmu seinna og sást ekki það sem eftir var vinnudags. Grunur okkar er sá að Björninn hafi skroppið í gróðrarstöðina hér fyrir innan bæ þar sem hún Finndís ræður ríkjum. Hún er sko ný búin að ljúka fjarnámi í skeiningum og tekur að sér svona þrif í aukavinnu.
Það fækkaði sem sagt smá saman í hópnum.
Jóhanna og Þóra gufuðu líka upp...... En ekki í skítalykt. Það leið ekki á löngu áður en ilmur af Belgískum Wöfflum barst í salinn til okkar. Og þegar að kaffitíma kom og við þrír sem eftir vorum á gólfi komum á kaffistofuna þá blasti við okkur þetta þvílíka Wöffluhlaðborð. Og meðlætið var eigi af verri endanum. Bráðið súkkulaði, sulta, rjómi og súrt slátur handa Pálma.
Björninn hin langi, Pálmi sem prumpar eins og hestur (án þess að drulla upp á bak.) og ég (Silfurrefurinn) stauluðumst svo í salinn eftir að hafa þakkað stelpunum okkar fyrir veisluna. Það er frekar óþægilegt að vinna hratt eftir að hafa etið 25 wöfflur með súkkulaði, sultu og rjóma.
Ég bara gleymdi að fá að smakka svona wöfflu með súru slátri og sultu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.