30.3.2008 | 21:36
Sunnudagsblogg eða þannig.
Jæja þá.
Nú verð ég víst að viðurkenna að ég var nú bara að skrökva því að ég hafi verið rekinn úr starfi. En er reyndar búin að liggja heima lasinn síðan á fimmtudaginn.
Er nú lítt í stuði til að bloggast mikið, þar eð ég á bara fullt í fangi við að sjóða kartöflur handa Veigari. Það sem krílið getur étið af kartöflum. Það er víst besta fóðrið sem drengurinn lætur oní sig.
Annars sá ég að fyrrverandi skipsfélagi minn lést í vélsleðaslysi í gær.
Birgir var með mér á Skógey SF á vetrarvertíð árið 1979. 1 mars það árið var feikna afmælisveisla um borð hjá okkur. Þeir voru þrír sem áttu afmæli þennan dag. Mikið var af tertum á landstíminu, enda kannski ekki algengt að 119 ára afmælisveisla væri um borð í svona bátskríli.
Ættingjum Birgis Vilhjálmssonar votta ég samúð mína.
Athugasemdir
Takk fyrir að kvitta á síðuna okkar, sjáum að þú ert af sjóhundum kominn sennilega sonur Hauks sem stýrði Skógey SF, mjög ánægðir með lýsinguna þína á þér sjálfum og þetta með svengdina á vel við og um marga.
Jón Kjartansson SU-111, 30.3.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.