Ríki Vatnajökuls........

Bæjarstýrann í Ríki Vatnajökuls hann Hjalti bloggar í síðustu færslu um bestu vertíð í langan tíma. http://hjaltithor.blog.is/blog/hjaltithor  Það er nú gott að unhvað fiskast.

Mér finnst kannski þetta góða fiskirí ekkert spes. Þó svo netabátar séu að koma með unhver rúm 30 tonn að landi eftir nóttina. Mér hefur nefnilega skilist að trossufjöldinn sé á bilinu 12-16 stykki.

Þegar ég var á svona netabát þá þótti mikið að vera með 9 trossur. Oftast var verið með 8 stykki.

 

En munur væri nú að fundargerðir nefnda hjá bænum birtust jafn skart og bloggin hjá Hjalta og Árna Rúnari. Ég sá á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is að til dæmis á að funda 2. miðvikudag hvers mánaðar í byggingar og skipulagsnefnd. Kjéllan mín sendi inn lítið erindi til þessarar ágætis nefndar. Var það tímanlega fyrir þennan annan miðvikudag marsmánaðar. Nú er komin 27 mars og ekki hefur komið nein fundargerð á vef sveitarfélagsins, né jákvætt eða neikvætt svar frá nefndinni.

Líkast til er bara mikið að gera í sambandi við væntanlegan Vatnajökulsþjóðgarð og stofnun hins nýja sjálfstæða Ríkis sem mun bera nafnið ~Ríki Vatnajökuls~.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband