27.3.2008 | 12:11
Fallinn........
Jebbs...
Ég hafið það unhverntíman að orði þegar ég var spurður að því hve margir ynnu á verkstæðinu að það væri svona 1/3. það er ekki fjarri lagi.
En mig varðar nú svo sem lítið um það, því í morgun hafði ég verið frekar viðskotaillur og neitaði að hanga uppi á lyftara og snúa þar öfugur í sætinu. Hafði nú frekar hug á því að toga í spotta og kjafta frá mér vit og rænu.
Ekki gekk það nú upp hjá mér. Eftir smá þras og mas við verkstjóra á gólfi þá bara hvarf hann. Ég hélt að hann hefði farið á leikskólann. Nei ekki var það nú. Því eftir skamma stund kom hann til baka og tjáði mér að ég gæti bara farið heim. Nú lítt græddi ég á þessu. En það er nú ekki á hverjum degi sem maður er rekinn heim og ég hef nú ekkert verið á móti því að prófa unhvað nýtt.
Nú lætur maður bara daginn líða og fer svo að líta í kringum sig á vinnumarkaðnum.
En að öðru.
Frúin mín er að fara í sitt árlega húsmæðraorlof í Borgarnes. Þar ætlar hún að dvelja í góðu yfirlæti hjá Einari Trausta. Ég er nú kominn með svo heiftarlegan teflonheila að ég man ekki hvort hún fór í svona orlof í fyrra.
Athugasemdir
En manstu hvort hún kom til baka úr orlofinu .... ?????
Maddý (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:24
ja mig rámar í það að hún hafi verið hér frænka......
Runólfur Jónatan Hauksson, 27.3.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.