24.3.2008 | 19:38
Af göngum og ~Páskalömbum~.
Jamm.
Ég vill fá göng undir Lónsheiðina.
Og miðað við frétti í Nauðungaráskriftar sjónvarpinu þá er tími á að fara að kanna möguleika á göngum undir væntanlegan Breiðármerkurfjörð. Nú og ef ekki þá í það minnsta að finna vegastæði norðan jökla svo oss Íslendingar höldum nú áfram að eiga svona hringveg.
Næst er það blessaða Páskalambið.
Það er auglýst í bak og fyrir. Allir eiga að éta Páskalamb. Ég hefi ekki enn séð svoleiðis lamb. Nær væri að tala um hálfsvetrarlamb. Varla hafa þessi Páskalömb fæðst á síðustu Páskum? Ég hefi nokkru sinnum rekist á fjallalamb, oftar svona túnlamb. El algengustu lömbin sem ég sé eru þjóðvegarlömbin. Og merkilegt nokk þá þurfa þau víst ekki að borga veggjald né þungaskatt. Oftar en ekki eru þau ótryggð og illa upp alin. Nú og þegar ógæfuökumaður rúllar yfir eitt slíkt á sínum 44" slyddu jeppa eða Yaris þá þarf að borga eiganda vegalambsins vænan aur fyrir þetta fyrirtaks ~Fjallalamb~ sem aðeins hefur séð fjall í fjarlægð. Nú og eigi fær hin ólánssami ökumaður að hirða hræið í þjóðvegahamborgara og í flestum tilfellum er setið uppi með stórtjón á farartæki.
En páskalamb hefi ég eigi nokkru sinnum séð.
Svo þetta er bara eitt stórt svindl hjá sauðfjárbændum og kjötkaupmönnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.