Home sweet home...........

Lífið hefur aðallega snúist um vinnu hjá mér upp á síðkastið.

Jú ég tók mér frí í gær og málaði forstofuna. Þegar því var lokið tók ég Veigar og hundana með mér í smá sveitarrúnt. Af gömlum vana fór ég á Bergárdalinn. Hundarnir fegnir að fá að djöflast úti og leika sér. Veigar litli hló sig í svefn við að fylgjast með þeim slást og hlaupa.

Alvaran tók við í morgun. Ég fór í skúrinn að beita. Ómar Franz og ég ákváðum að hafa frídag á morgun. Það er bara gott.

Þegar heim var komið kláraði ég að setja fúguna á milli flísanna í forstofunni.

Ég var að fatta það áðan að þetta er í fyrsta skipti í þrjú eða fjögur ár sem við erum heima á páskum. Bara gaman að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll félagi! eigðu góða páskahelgi og skilaðu kveðju til höfðingjans frá mér og mínum.

Páll Jóhannesson, 22.3.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Will dú Palli,, og kveðja frá okkur norður......

Runólfur Jónatan Hauksson, 23.3.2008 kl. 00:21

3 identicon

Gleðilega páska frænki minn, ég er stuck hérna heima hjá mér og sætti mig bara við það, ekkert annað að gera! 

Maddý (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:55

4 identicon

Gttt að vera heima og slappa af

Kv Siggi

Siggi litli (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband