Norðurljósablús.....

Jamm og já.

 

Lítt að frétta héðan. Bara bölvaður snjór og leiðindi. Ég væri alveg til í að sjá þetta hvíta drasl bara í sjónvarpi eða álíka.

Í dag byrjaði eftir því sem ég best veit svona blúshátíð hér í mínum bæ. Má vel vera að hún byrji á morgun. Ég hefi eigi ákveðið hvort ég skrepp unhvað út um helgina til að hlusta á unhverja af þessum blúsurum, eða hvort ég skrepp bara til fjalla með hundana mína í rjúpnatalningu. Það kemur í ljós.

 

Sá litla frétt í Bændablaði. Þar var verið að segja frá styrk sem er í boði í sambandi við sauðfjárrækt. Unhversskonar styrkur til þeirra sem vilja byrja í þessari grein. Herra Landbúnaðarráðherra veitir þennan styrk.

Ég er að pæla í að senda inn umsókn til herra Sjávarútvegsráðherra og óska eftir styrk til að versla mér trillu og tuttugu tonn af kvóta svo ég getir dútlað við færaskak í sumarfríinu mínu.

Nú og ef ráðherra neitar þá á ég alltaf þann möguleika að kæra hann fyrir að mismuna þegnum og atvinnuvegum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Endilega að senda umsókn....annars reynir ekki á misréttið......

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.3.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband