Svo er nú það...

Jebbs þá er víst komið að loðnustoppinu.

Þetta á örugglega eftir að koma sér illa fyrir marga. Sér í lagi á þeim stöðum þar sem farið hefur verið út í það batterí að stóla eingöngu á vinnslu uppsjávarfisks. Rétt svona eins og á Vopnafirði. Mér skilst að þar í bæ sé lítil sem ungvin aðstaða til vinnslu á bolfisk. Búið að losa sig við togarann Bretting úr landi.

Sagan hefði nú átt að vera búin að kenna okkur hér á klakanum að hæpið sé að ætla að stóla á síldina og loðnuna. Hverjir muna uppganginn á síldarárunum hér í denn? Sigló, Raufarhöfn, Seyðisfjörður. Hellings uppbygging og svo bara ~Bang~. Game Ower.

Unhverjir af skipstjórum á þessum loðnuskipum vilja hafa það að nóg sé til að loðnu.

Á undanförnum árum var sá skipstjóri sem alltaf sá svartan sjó af loðnu og blés út skoðun sína á þessu Maron Björnsson.

Í Eystrahorni sem kom inn um bréfalúguna hjá okkur í dag er forsíðufrétt með fyrirsögninni......

"Áfall ef loðnuvertíðin verður blásin af."

Langar mig að endurrita smá part úr þeirri grein.

 

"Að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra á Jónu Eðvalds SF eru skipstjórar á loðnuflotanum ósammála Hafró um að lítið sé af loðnu á miðunum og vilja meina að þetta sé svipað og var sl ár. Loðnan er dreifð um miðin en er ágætlega stór og hentar ágætlega í frystingu núna." (Eystrahorn Fimmtudaginn 21. febrúar 2008.)

 

Jóna Eðvalds var eitt af þessum skipum sem fór í loðnuleit hér út af austfjörðum og að ég held norður að Langanesi. Mér skilst að ekki hafi fundist mælanleg loðna í þeim leiðangri.

 

 

hafro

Þessu stal ég af síðu Hafró.

 

Nú vaknar hjá manni spurningin. Hverjir hafa rétt fyrir sér? Ef þetta er della hjá Hafró og nóg er til af loðnunni til hvers er þá verið með þessa stofnun?

 

7-8 miljarða tekjutap fyrir þjóðarbúið er töluvert. En ef hafró er að fara með rétt mál og torfan við Ingólfshöfða er jafnvel síðasta eða næstsíðasta torfan þá tel ég þessa miljarða ekki mikinn fórnarkostnað. Er það ekki þess virði að friða loðnuna í 2-3 ár?

Að þeim tíma liðnum þá gætum við kannski veitt eina miljón tonna eða meira.

Eða á bara að taka sénsinn? Kannski hafa skipstjórarnir á loðnuskipunum rétt fyrir sér? Kannski á bara að leyfa þeim að veiða. Og jú ef þetta er síðasta torfan þá bara verða þeir að réttlæta þau orð sín að nóg sé til af loðnu.

 

En eins og ég sagði þá á þetta eftir að koma sér illa fyrir marga. Ég á vona á því að þetta bitni líka á mínum vinnustað. Jú við erum að þjónusta þessi uppsjávarveiðiskip. 90% af okkar vinnu er að viðhalda síldar og loðnunótum.

 

En hvað veit ég?

En ég má velta þessu fyrir mér.


mbl.is „Vonum að loðnan fari að sjást í mælitækjum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband