14.2.2008 | 20:12
Vatnsmýrin.......
Ég sá unhvurja sjálfstæðiskjéllingu í kastljósinu áðan. Hún var að dásama hugmynd unhvurra útlendinga um skipulag í Vatnsmýrinni. Gott mál. Bara kjéllingin vissi ekkert hvað átti að gera við flugvöllinn.
Það er nú minnsta málið. Bara færa hann upp á Akranes. Þá væri líka komin grundvöllur fyrir því að byggja Hátækni-símaaura-sjúkrahúsið þar. Fínasta mótvægisaðgerð. Fólkið sem HB Grandi sagði upp gæti fengið vinnu sem ræstitæknar á vellinum og á spítalanum. Svo mætti náttúrulega manna restina af stöðugildum með fólki frá Eistlandi Lettlandi og Litháen......... Já og einni og einni Filipíu.
Þá gætu nú allir verið kátir. Við landsbyggðarpakkið hefðum sjúkrahús nálægt flugvellinum. Borgarbúar lausir við völlinn og gætu rúllað í gegnum væntanleg Sundagöng og núverandi Hvalfjarðargöng ef þeir þyrftu á spítalalegu að halda.
Góð lausn. Það þarf nefnilega ekki endilega að eyða söluandvirði Símans sem allir landsmenn áttu bara í unhvað fyrir Tjöruborgarbúa........
En hvað veit ég????
Athugasemdir
Góður kallinn minn
Svanhildur Karlsdóttir, 14.2.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.