08-08-2008.

Ég sá hér á mbl í gær að gamall maður ætlar að halda tónleika í Egilshöll þann 8 ágúst í sumar.

Ég hefi grun um að ég hafi byrjað að hlusta á þennan gamla mann unhverntíma í kringum 1970.

Varla hefði hann nú átt að höfða til tíu ára gutta. Ég man það vel að Nonni bróðir átti þykkan hvítan kassa sem var með gylltri áletrun. The Best Of stóð stórum stöfum á kassanum. Það voru átta LP plötur í þessu boxi. Tvær voru með Cream, tvær með Jack Bruce, tvær með Ginger Baker, og tvær með Eric Clapton.

Þó aldurinn væri ekki hár hjá mér miðað við í dag þá heillaðist ég af þessum tónlistarmönnum. Þó sérstaklega Clapton.

Ég hef notið þess að hlusta á tónlist hans síðan. Merkilegt nokk þá hafa börnin mín líka dottið í það að hafa gaman af tónlist gamla snillingsins.

Það hafa svo sem verið sveiflur í ferli snillingsins en heilt á litið stendur sá gamli uppúr meðal jafningja.

Mig svona grunar það að ég viti hvar ég kem til með að vera þann 8 ágúst á þessu ári.

 

clapton


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband