11.2.2008 | 20:40
Ekki Villa blogg.
Ég ætla ekki að blogga um hann Villa borgarstjórakandidat.
NOVA auglýsing angrar mig ekki neitt.
En um daginn sá ég mynd í sjónvarpinu. Man ekki á hvaða stöð það var.
Þessi mynd var um innrás frá Mars. Og ef ég man rétt þá lék hann Tom Cruise í myndinni. Í heild fannst mér myndin frekar slök, þannig að líkast til hefur þetta verið á RÚV.
En eftir að hafa horft á myndina rifjaðist upp fyrir mér að eitt sinn átti ég vínilplötur tvær um sama efni. Nú ég fór á netið og leitaði og fann. Gaf mér tíma til að sækja þetta og hlusta á.
Jú mikið rétt þetta er bara enn í dag fínasta eyrnakonfekt. Gamli Burton er flottur sem sögumaður, og tónlistin er bara fín.
Gef þessu alveg fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
Athugasemdir
Ég mæli sterklega með mynd sem heitir Peaceful Warrior. Horfði á hana um helgina og á sko eftir að horfa á hana aftur, þetta er svona mynd sem fær mann til að hugsa heilmikið.
Ég sá Innrásina frá Mars með Tom Cruise og var alveg dauðhrædd, það er svo skrýtið með mig að ég get horft á allar hrollvekjur og blikka ekki auga en sofna oftast yfir þeim. Innrásin frá Mars og Jurassic Park, tú mötz for mí.
Já, Börton var góður lesari.
Maddý (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.