Færsluflokkur: Bloggar

Því miður......

Því miður er of seint að grípa um bossann þegar búið er að drulla upp á bak. Það verður ungvin titill hjá drengjunum í Arsenal þetta árið. En það þíðir ekki að ég hætti að vera aðdáandi Arsenal, síður en svo.

Þetta lið hjá Wenger spilar allra fallegasta og skemmtilegasta boltann á Engilsaxneskri grund þetta tímabilið. En af unhvurjum ástæðum gleyma þeir bara allt of oft að skora mörk. 


mbl.is Arsene Wenger: Getum vel orðið meistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífrænt hvað?

Hvernig er með þetta lífræntræktaða sem virðist vera svo mikið í tísku þessa dagana?

Má ekki sleppa þessu innflutta drasli og áburði?

Láta bara skepnurnar út á tún og éta gras sem ekki er mengað af allrahanda áburði?

Þetta var hægt hér áður fyrr, hví ekki núna? 

Nú og ef ekki þá bara að flytja inn ódýrt kjöt og grænmeti án tolla. 

 


mbl.is Kjarnfóðurtollur felldur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wöfflur með súru slátri og sultu!!!!!

Nú endurheimti maður frúnna í gærkvöld. Það er nú bara frábært.

 

Dagurinn í dag var ótrúlega fínn. Við öldungarnir á verkstæðinu mættum náttúrulega vel fyrir klukkan sjö í morgun. Ótrúlegt en satt Pálma og Grétari lenti ekkert saman yfir morgunkaffinu. Ég held að það eina sem þeir séu sammála um sé að vera ósammála. Jú og Nökkvi og Kolur mættu líka tímanlega þó hvorugur gæfu sér tíma í alvöru kaffispjall.

 

Þóra frænka, Jóhanna og Bjössi langi mættu svo rétt fyrir átta. ~Karlarnir~ fimm sem eru á Pólsku laununum tíndust inn einn og einn. (Ekki má ég tala um að þessir ágætis drengir séu að vinna Framsóknarflokknum hollustu, né að þeir séu í þegnskylduvinnu.)

 

Við öldungarnir hinir spengilegu gráhærðu gamlingjar voru í æðri deildinni. Kláruðum að græja til humartrollið fyrir Sigurð Ólafsson SF 44. Á meðan voru stelpurnar að láta þrælana okkar vinna í síldarnótinni af Jónu Eðvalds.

 

Eftir hádegisverðarhlé dró heldur úr mætingu. Okkur grunaði að æðsti strumpur í þrælahópnum hafi farið að dreifa rauðum fjöðrum. ~Snorri hin ljóshærði~ hamingjusamur Ford Volvo eigandi hvarf rétt fyrir hálf tvö,,,,,eigi sást hann aftur. Stebbus gleymdi bara alveg að hann er svona wannabí Pólskur þræll og mætti ekki neitt. Dannerinn var örugglega vestur á 10 mílna snaganum að draga þorskanet, svo hann fær ekki skróp í kladdann. Björn Júnæted ákvað að skora á Pálma í svona afturbrennara skotkeppni........ Hún fór eins og hún fór... Júnæted náunginn sendi frá sér heljarins drunu. Frekar fannst okkur sem á hlýddu hljóðið vera svona úrkomulegt.

Enda gufaði Björn Júnæted upp skömmu seinna og sást ekki það sem eftir var vinnudags. Grunur okkar er sá að Björninn hafi skroppið í gróðrarstöðina hér fyrir innan bæ þar sem hún Finndís ræður ríkjum. Hún er sko ný búin að ljúka fjarnámi í skeiningum og tekur að sér svona þrif í aukavinnu.

 

Það fækkaði sem sagt smá saman í hópnum.

 

Jóhanna og Þóra gufuðu líka upp...... En ekki í skítalykt. Það leið ekki á löngu áður en ilmur af Belgískum Wöfflum barst í salinn til okkar. Og þegar að kaffitíma kom og við þrír sem eftir vorum á gólfi komum á kaffistofuna þá blasti við okkur þetta þvílíka Wöffluhlaðborð. Og meðlætið var eigi af verri endanum. Bráðið súkkulaði, sulta, rjómi og súrt slátur handa Pálma.

 

Björninn hin langi, Pálmi sem prumpar eins og hestur (án þess að drulla upp á bak.) og ég (Silfurrefurinn) stauluðumst svo í salinn eftir að hafa þakkað stelpunum okkar fyrir veisluna. Það er frekar óþægilegt að vinna hratt eftir að hafa etið 25 wöfflur með súkkulaði, sultu og rjóma.

Ég bara gleymdi að fá að smakka svona wöfflu með súru slátri og sultu.

 

 


Eru hundar með hundshaus? eða.........

Svei mér þá, mynd af Balto hvolpinum okkar komst á síðu 2 í Morgunblaðinu þann 1.apríl. það var þegar við biðum í rólegheitum í röðinni sem myndaðist í mótmælum ~atvinnubílstjóra~. Neðan við myndina stendur meðal annars. "Flestir sýndu mótmælum bílstjóranna skilning en aðrir settu upp hundshaus." Ekkert finnst mér þetta svo óeðlilegt. Baltóinn var bara rólegur þó bið væri í fjallgönguna hjá honum og Vatnsenda Tígli.

En það var nú gott að blessaður hundurinn setti ekki upp nautshaus..........


Er það nú svo?

Það er nú gott að Efling skuli lýsa ábyrgð á hendur ríkisstjórnarinnar í þessu öllu.

Gallinn er bara sá að þetta lið axlar yfir höfuð ungva ábyrgð. Ég á varla von á að nokkuð breytist í þeim málum.

En mikið rétt það má nú taka ofan hattinn fyrir þeim þarna hjá IKEA.


mbl.is Lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bauninn...

Jamm og já.

Ég lifði það af að fara á Víkina og horfa á síðari hálfleikinn. Bauninn hann Bentner er hörku fínn markvörður. Sá Danski reddaði því sem reddað var fyrir Liverfools. Og smá yfirsjón í dómgæslu í vítateig Púllarana var nú eina sem hægt er að setja út á dómarann. Nallar


Það er nú það.....

Spurningi er hvort maður eigi að hætta sér á Víkina og sjá næstu tvö mörk hjá Púllurunum?

Varasamur staður og hætt við að maður verði skorinn á háls....... 


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsölubenzín?

Jahá það munar ekki um það.

En maður er nú svo snobbaður að mér dettur nú ekki í hug að vera að setja unhvert útsölubenzín á minn eðal bíl.

Það verður nú munur að fara á morgun og fylla á tankinn þegar lítrinn verður kominn í rúmar 160 krónur.

Olíufélögin hljóta að þurfa að ná þessum krónum til baka sem þau eru að missa í dag.... 


mbl.is „Gríðarleg ánægja með lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal 1......Liverfools 3,,,,,grunar mig.

Því miður leggst nú illa í mig leikur minna manna við Púllarana í kvöld. Það er eins og það vanti unhvurn svona neista í Arsenal liðið. Grunar að úrslitin verði 1-3, og Torres verði með tvennu.


mbl.is Fyrsta orrusta Arsenal og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um tíma.....

Svo er nú það.

 

Héðan er fátt að frétta.

Og þó.

Var að fá þær fréttir að lyfjameðferðin hjá pabba sé ekki að skila neinu. Þá skilst mér að allt sé fullreynt í þeim málum.

Frétti í dag af andláti Trausta Finns frá Djúpavogi. Við vorum saman til sjós á Skógey í nokkur ár. Um tíma bjó hann heima hjá mér í Stuðlafossi.

Þeir virðast vera að hverfa yfir móðuna miklu þessir fyrrum skipsfélagar mínir.

En jú þetta er víst það sem bíður okkar allra. Bara spurning um tíma......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband