Enn af mótmælum......

Ég veitti því athygli í dag þegar maður sat í bílnum inn við Lónsafleggjara og hafði það næs meðan mótmæli atvinnubílstjóra stóðu yfir að ökumenn og eigendur breyttu Landcruser og Patrol slyddujeppanna gáfu þessum aðgerðum langafingur.  Ófáir þeirra sem að komu tóku til þess ráðs að stunda utanvegarakstur undir drep. Líkast til hafa þeir fundið hjá sér þörf til að prófa framdrifið eða unhvað. Þessir ökumenn hafa varla verið í hópi þeirra jeppamanna sem ætla að mótmæla á morgun í Tjöruborg........


Fínn á því hann Gutti......

Já þetta voru hörku aðgerðir. Maður hafði það bara næs á meðan á þessu stóð. GMCinn hans Gutta stóð að mestu fyrir sínu en hefði mátt vera 3 metrum lengri.

En eftir náðuga stund þá komumst við upp á Bergárdal og allir voru kátir með allt nema bensín og olíuverðið. 


mbl.is Bílstjórar lokuðu hringvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegnskylduvinna.......

Nú er kátt í kotinu.

Fimm karlar af Krossey SF voru sendir í þegnskylduvinnu til okkar á verkstæðið.

Eða ætli þeir séu bara að vinna Framsóknarflokknum hollustu?

Ég bara veit það ekki alveg, en í það minnsta mættu þeir í morgun.

 

Annars er bara fínt að frétta héðan úr Dagsbrún. Við höfum það bara gott.

Mér skilst að frúin mín sé bara í góðu yfirlæti þanna í Borgarnesi.

PB290001PB290015


Sunnudagsblogg eða þannig.

Jæja þá.

 

Nú verð ég víst að viðurkenna að ég var nú bara að skrökva því að ég hafi verið rekinn úr starfi. En er reyndar búin að liggja heima lasinn síðan á fimmtudaginn.

Er nú lítt í stuði til að bloggast mikið, þar eð ég á bara fullt í fangi við að sjóða kartöflur handa Veigari. Það sem krílið getur étið af kartöflum. Það er víst besta fóðrið sem drengurinn lætur oní sig.

 

Annars sá ég að fyrrverandi skipsfélagi minn lést í vélsleðaslysi í gær.

Birgir var með mér á Skógey SF á vetrarvertíð árið 1979. 1 mars það árið var feikna afmælisveisla um borð hjá okkur. Þeir voru þrír sem áttu afmæli þennan dag. Mikið var af tertum á landstíminu, enda kannski ekki algengt að 119 ára afmælisveisla væri um borð í svona bátskríli.

Ættingjum Birgis Vilhjálmssonar votta ég samúð mína.


Ríki Vatnajökuls........

Bæjarstýrann í Ríki Vatnajökuls hann Hjalti bloggar í síðustu færslu um bestu vertíð í langan tíma. http://hjaltithor.blog.is/blog/hjaltithor  Það er nú gott að unhvað fiskast.

Mér finnst kannski þetta góða fiskirí ekkert spes. Þó svo netabátar séu að koma með unhver rúm 30 tonn að landi eftir nóttina. Mér hefur nefnilega skilist að trossufjöldinn sé á bilinu 12-16 stykki.

Þegar ég var á svona netabát þá þótti mikið að vera með 9 trossur. Oftast var verið með 8 stykki.

 

En munur væri nú að fundargerðir nefnda hjá bænum birtust jafn skart og bloggin hjá Hjalta og Árna Rúnari. Ég sá á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is að til dæmis á að funda 2. miðvikudag hvers mánaðar í byggingar og skipulagsnefnd. Kjéllan mín sendi inn lítið erindi til þessarar ágætis nefndar. Var það tímanlega fyrir þennan annan miðvikudag marsmánaðar. Nú er komin 27 mars og ekki hefur komið nein fundargerð á vef sveitarfélagsins, né jákvætt eða neikvætt svar frá nefndinni.

Líkast til er bara mikið að gera í sambandi við væntanlegan Vatnajökulsþjóðgarð og stofnun hins nýja sjálfstæða Ríkis sem mun bera nafnið ~Ríki Vatnajökuls~.....


Fallinn........

Jebbs...

 

Ég hafið það unhverntíman að orði þegar ég var spurður að því hve margir ynnu á verkstæðinu að það væri svona 1/3. það er ekki fjarri lagi.

En mig varðar nú svo sem lítið um það, því í morgun hafði ég verið frekar viðskotaillur og neitaði að hanga uppi á lyftara og snúa þar öfugur í sætinu. Hafði nú frekar hug á því að toga í spotta og kjafta frá mér vit og rænu.

Ekki gekk það nú upp hjá mér. Eftir smá þras og mas við verkstjóra á gólfi þá bara hvarf hann. Ég hélt að hann hefði farið á leikskólann. Nei ekki var það nú. Því eftir skamma stund kom hann til baka og tjáði mér að ég gæti bara farið heim. Nú lítt græddi ég á þessu. En það er nú ekki á hverjum degi sem maður er rekinn heim og ég hef nú ekkert verið á móti því að prófa unhvað nýtt.

Nú lætur maður bara daginn líða og fer svo að líta í kringum sig á vinnumarkaðnum.

 

En að öðru.

Frúin mín er að fara í sitt árlega húsmæðraorlof í Borgarnes. Þar ætlar hún að dvelja í góðu yfirlæti hjá Einari Trausta. Ég er nú kominn með svo heiftarlegan teflonheila að ég man ekki hvort hún fór í svona orlof í fyrra.


Drullað upp á bak,,,,,,,,og jafnvel lengra.....

Svei mér þá.

Þrjóskan í Wenger. Hann á nú að sjá sóma sinn í því að einbeita sér að Meistaradeildinni og bara viðurkenna að mitt lið Arsenal er búið að drulla upp á bak í deildinni.

En jæja sumir bara loka augunum og valsa áfram í blindni og ná ungvum áttum né titlum.

Svona er þetta bara. 


mbl.is Wenger neitar að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af göngum og ~Páskalömbum~.

Jamm.

Ég vill fá göng undir Lónsheiðina.

Og miðað við frétti í Nauðungaráskriftar sjónvarpinu þá er tími á að fara að kanna möguleika á göngum undir væntanlegan Breiðármerkurfjörð. Nú og ef ekki þá í það minnsta að finna vegastæði norðan jökla svo oss Íslendingar höldum nú áfram að eiga svona hringveg.

 

Næst er það blessaða Páskalambið.

Það er auglýst í bak og fyrir. Allir eiga að éta Páskalamb. Ég hefi ekki enn séð svoleiðis lamb. Nær væri að tala um hálfsvetrarlamb. Varla hafa þessi Páskalömb fæðst á síðustu Páskum? Ég hefi nokkru sinnum rekist á fjallalamb, oftar svona túnlamb. El algengustu lömbin sem ég sé eru þjóðvegarlömbin. Og merkilegt nokk þá þurfa þau víst ekki að borga veggjald né þungaskatt. Oftar en ekki eru þau ótryggð og illa upp alin. Nú og þegar ógæfuökumaður rúllar yfir eitt slíkt á sínum 44" slyddu jeppa eða Yaris þá þarf að borga eiganda vegalambsins vænan aur fyrir þetta fyrirtaks ~Fjallalamb~ sem aðeins hefur séð fjall í fjarlægð. Nú og eigi fær hin ólánssami ökumaður að hirða hræið í þjóðvegahamborgara og í flestum tilfellum er setið uppi með stórtjón á farartæki.

En páskalamb hefi ég eigi nokkru sinnum séð.

Svo þetta er bara eitt stórt svindl hjá sauðfjárbændum og kjötkaupmönnum.


Svo er nú það bara eða sko þannig........

Jebbs núna eru mínir menn í Arsenal alveg að missa sig. Þeir eru að klúðra sér út úr baráttunni um meistaratitilinn. En hvað með það? Það er þeirra klúður.

 

Annars er þetta búin að vera fínasti Páskadagur. Leti út í eitt.


Home sweet home...........

Lífið hefur aðallega snúist um vinnu hjá mér upp á síðkastið.

Jú ég tók mér frí í gær og málaði forstofuna. Þegar því var lokið tók ég Veigar og hundana með mér í smá sveitarrúnt. Af gömlum vana fór ég á Bergárdalinn. Hundarnir fegnir að fá að djöflast úti og leika sér. Veigar litli hló sig í svefn við að fylgjast með þeim slást og hlaupa.

Alvaran tók við í morgun. Ég fór í skúrinn að beita. Ómar Franz og ég ákváðum að hafa frídag á morgun. Það er bara gott.

Þegar heim var komið kláraði ég að setja fúguna á milli flísanna í forstofunni.

Ég var að fatta það áðan að þetta er í fyrsta skipti í þrjú eða fjögur ár sem við erum heima á páskum. Bara gaman að því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband